Halldór Baldursson bæklunarlæknir flytur erindið “300 ára gamalt skips strand, 8 farast en 174 bjargast”.
Þegar fylgdarskipið fórst. Aðgerðir yfirvalda á Íslandi vegna strands herskipsins Gautaborgar á Hraunsskeiði 1718
Vegna styrjaldar milli Danakonungs ríkis og Svíþjóðar sigldu Íslandskaupför í skipalestum með herskipafylgd á árunum 1714-1720. Þegar fylgdarskipið Gautaborg úr flota Danakonungs fórst við Hraunsskeið í Ölfusi í nóvember 1718, þurftu 174 skipbrotsmenn að hafa vetursetu á Íslandi. Yfirvöld Íslands stóðu frammi fyrir stórum, aðkallandi og óvenjulegum verkefnum. Stærsta verkefnið var að útvega skipverjum húsaskjól og mat og senda þá utan til áframhaldandi herþjónustu, sem gat í
fyrsta lagi orðið haustið 1719. Skipbrotsmönnum var komið fyrir í Gullbringusýslu, Kjósarsýslu, Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Landfógeti greiddi fæðispeninga til þeirra sem hýstu skipbrotsmenn, alls 4.421 ríkisdal. Sýslumaður Árnessýslu hélt héraðsþing (sjópróf) til að rannsaka skiptapann. Verðmætum var bjargað eftir því sem tækjabúnaður leyfði.Skipbrotsmenn voru sendir utan 1719 með kaupskipum og
fylgdarskipi. Yfirvöldum á Íslandi tókst prýðilega að leysa þau erfiðu verkefni sem leiddi af strandi Gautaborgar.