Við höfum öll hlutverk í að gera Rótarý betra fyrir alla félaga og að efla félagaþró...
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Tónlistarsjóði Rótarý. Tilgangur Tónli...
Klúbburinn er sá næst elsti í Reykjavík og var stofnaður 9. apríl 1963. Stofnendurnir voru 26 og allt karlar; flestir framámenn í atvinnulífinu. Á árinu 1997 gengu fyrstu konurnar í klúbbinn og þær eru nú rúmur þriðjungur félaganna. Síðustu áratugi hefur heildarfjöldinn verið rúmlega 80 manns.
Með fjölbreyttum og fróðlegum erindum ásamt samræðum félaganna á fundum má segja að félagarnir nemi taktinn í samfélaginu og stundi alhliða símenntun. Af sérkennum klúbbsins má nefna svonefndar „berjaferðir", þar sem farið er í skemmtiferð að haustlagi, og að flestir fundirnir hefjast á samsöng.
Klúbburinn hefur ráðist í fjölmörg samfélagsverkefni bæði nær og fjær. Svo dæmi séu tekin voru gefnir fiskibátar ásamt veiðifærum til hamfarasvæðis á Indlandi og stutt við skólastarf í Suður Afríku. Klúbburinn hefur verið stuðningsaðili Laugarássins sem er meðferðardeild á geðsviði Landspítalans og nú síðast unnið með Píetasamtökunum að verkefninu „Stuðningur við aðstandendur þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða stunda sjálfsskaða".
Benedikt Þór Guðmundsson stofnandi Pieta samtakanna á Íslandi tekur við styrknum.
Fráfarandi stjórn afhenti Pieta samtökunum styrk upp á 1 milljón króna frá klúbbnum okkar sem fer í að styðja við þá starfsemi sem við hjálpuðum að koma á laggirnar – sem er stuðningur við aðstandendur. Samtökin hafa fengið nýtt og betra húsnæði undir starfsemi sína þökk sé Oddfellow samtökunum.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Tónlistarsjóði Rótarý. Tilgangur Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi er að ve...