Á örfáum árum hefur sú breyting orðið að alþjóðleg rannsóknarfyrirtæki meta nú orðsporsáhættu sem alvarlegustu áhættu í rekstri fyrirtækja – alvarlegri ógn en t.d. tölvuinnbrot og þjófnað á upplýsingum, fjandsamlegar breytingar á lagaumhverfi, náttúruhamfarir og hryðjuverk. Fjórða iðnbyltingin, stafræn framþróun og áhrif samfélagsmiðla eiga hér stóran hlut að máli varðandi berskjöldun fyrirtækja og einstaklinga og leiftursókn að orðspori þeirra ásamt tilheyrandi verðmætatapi.
Tryggvi kynnir.