Almannarómur - Málþróun og tækni

þriðjudagur, 11. júní 2019 12:00-13:00, Hótel Reykjavík Natura Nauthólsvegi 52 101 Reykjavík
Almannarómur er sjálfseignarstofnun um eflingu máltæknilausna fyrir íslensku sem mun útdeila fjármagni og stofna verkefni til að fylgja eftir framkvæmd máltækniáætlunar til ársins 2022. Markmið máltækniáætlunarinnar er skýrt, að tryggja að hvers kyns tæki og tól tali og skilji íslensku og tungumálinu verði þar með forðað frá stafrænum dauða vegna yfirburðastöðu enskunnar. 
 
Hulda Bjarnadóttir kynnir fyrirlesarann.