Hátíðartónleika Rótarý 1.mars 2025

mánudagur, 3. febrúar 2025

Jón Karl Ólafsson

Hátíðartónleikar Rótarý verða haldnir í Salnum í Kópavogi klukkan 17:00 þann 1. mars n.k.   Þessir tónleikar eru á vegum Tónlistarsjóðs Rótarý og rennur allur ágóði af tónleikum í Tónlistarsjóðinn.  Rótarýklúbbur Reykjavíkur sér um framkvæmd tónleikanna og er félagi okkar, Kjartan Óskarsson framkvæmdastjóri tónleikanna.  

Tilgangur Tónlistarsjóðs er að veita ungu tónlistarfólki, sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tómlitar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms.  Slíka viðurkenningu skal veita árlega og tilkynna um hana á Hátíðartónleikum R'otarý. í fyrsta sinn í janúar 2004.

Við treystum á Rótarýfélaga að koma á tónleikana og styrkja þannig frábært verkefni, sem við getum verið mjög stollt af.  Boðið verður uppá frábær tónlistaratrði frá verðlaunahöfum og fleirum og það verða einnig létta veitingar í boði í hléi.  

Töfrar Rótarý er m.a. að styrkja efnilegt tónlistarfólk

Hægt er að bóka miða á tónleikana og er hlekkur hér meðfylgjandi.  Félagar eru hvattir til að kaupa miða sem fyrst, það eru um 400 miðar í boði og við eigum auveldlega að geta fyllt Salinn.  Það er ítrekað, að allur ágóði rennur til Tónlistarsjóðs og stendur því undir því starfi, sem sjóðurinn vinnur.

Hátíðar- og styrktartónleikar Rótarý | Tix

Fyrsti styrkurinn var veittur árið 2005 og hafa verið veittir 1 eða 2 styrkir á hverju ári síðan þá.  Það er því stór hópur frábærra tónlistarmanna, sem hafa náð að mennta sig enn frekar vegna framlaga úr sjóðnum.  Það er of langt mál að telja upp alla þessa frábæra tónlistarmenn, en þó má nefna,AhxEseBHqC0HAAAAAElFTkSuQmCC

að fyrsti styrkþeginn var Víkingur Heiðar Ólafsson, sem í gær hlaut Emmy verðlaun.  Við viljum tryggja að þetta frábæra starf haldi áfram og til þess þurfum við ykkar stuðning. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á tónleikum þann 1. mars - takið daginn frá og gangið frá miðakaupum hið fyrsta.

Frábær tónleikaaðstaða

Frábær staðsetning

Miðsvæðis