Jólafundurinn verður hátíðlegur að vanda, sannkölluð jólastemmning með söng og góðri stund í boði skemmtinefndar.
Dagskráin verður þó með nokkuð hefðbundnum hætti, en þetta verður BARA gaman.
- Fjöldasöngur hér og þar,
- Aðventuborðhald à la Natura,
- Hugvekja sr. Sigurðar Arnarsonar,
- Frk. Marsibil Bragadóttir Mogensen, 11 ára, ætlar að láta svo lítið að taka tvö jólalög með afa Bergþóri,
- Guðrún Pétursdóttir lætur gamminn geisa, eins og henni einni er lagið,
- Albert leikjafræðingur hefur samþykkt að hafa létta leik/i fram að færa.
- Eitt leyniatriði - MJÖG óhefðbundið á jólafundi. Say no more.
Skráning fer fram hjá ritara á fundi, með tölvupósti og/eða svari við tölvupósti frá formanni skemmtinefndar eða forseta.
Muna að gefa upp nafn maka eða gests og endilega takið með gest.
Jólakveðja,
Skemmtinefndin