Fullveldisárið, horft til baka um 100 ár.

þriðjudagur, 4. desember 2018 12:00-13:00, Hótel Reykjavík Natura Nauthólsvegi 52 101 Reykjavík
Sem liður í því að minnast fullveldisársins og stórra atburða þess árs í sögu þjóðarinnar verður umræða á borðum um líf fólks fyrir 100 árum. Hver félagi undirbýr sig fyrir umræðurnar með því að líta aftur í eigin fjölskyldusögu og afla upplýsinga/skoða/rifja upp sögu eða sögur úr fjölskyldu sinni. Þetta má t.d. gera með því að hugsa um ömmur og afa/langömmur og langafa og rifja upp hvar á landinu og við hvers konar kjör þetta fólk bjó árið 1918. Hver og einn deilir svo stuttlega með sessunautum á sínu borði því sem hann komst að/rifjaði upp. Nánari leiðbeiningar verða sendar þegar nær dregur.